SEM
FLÝR
UNDAN
DÝRI
Eftir Jón Daníelsson
Í þessari nýju bók er kafað í meira 40 ára gömul sakamál með aðferðum rannsóknarblaðamennskunnar. Blaðamaðurinn Jón Daníelsson dregur hér upp ófagra mynd af þeim aðferðum, sem rannsóknarlögregla, ákæruvald og dómstólar beittu til að sakfella augljóslega saklaust fólk fyrir tvö hrottaleg morð.

Játningar voru togaðar upp úr sakborningum með einangrunarvist, hótunum, lygum, óhóflegri lyfjagjöf, linnulausum yfirheyrslum, offorsi, líkamlegu harðræði og jafnvel hrottalegum barsmíðum. Þegar málin komu loksins fyrir dóm, voru þessar játningar það eina sem ákæruvaldið hafði fram að færa. Engar haldbærar sannanir, ekki einu sinn lík.

Þó voru málsgögnin full af vísbendingum um sakleysi sakborninganna og tveir þeirra höfðu meira að segja fullgóða fjarvistarsönnun í öðru málinu. Engar slíkar vísbendingar voru svo mikið sem athugaðar, heldur létu menn sem þær væru ekki til.

Í fyrri hluta bókarinnar er saga Guðmundar og Geirfinnsmálanna rakin í einföldu máli sem líkast því sem hún kom almenningi fyrir sjónir á þessum tíma. Í síðari hlutanum eru þær vísbendingar skoðaðar nánar, sem svo rækilega var sópað undir teppið.

Niðurstöður höfundarins eru skýrar. Dómarnir voru rangir. Og það sem meira er: Dómurunum sjálfum hlýtur að hafa verið það fyllilega ljóst. Ekki verður betur séð en allmargir embættismenn hafi gert sig seka um refsiverða háttsemi við málsmeðferðina og hefðu því að réttu lagi sjálfir átt að eiga fangelsisrefsingu yfir höfði sér.

Allt er þetta rakið í bókinni á einföldu og auðlæsilegu máli og til að gera textann sem aðgengilegastan er efninu skipt upp í um 100 stutta kafla.

Kauptu bókina á forlagsverði

Hægt er að kaupa bókina beint frá útgefanda, með því að greiða inn á reikning.
1
Millifærðu kr. 2.975,- á bankareikning 0536-26-111313. Kennitalan er: 600899-2449 og nafn útgáfunnar, Mýrún ehf, á að birtast sjálfkrafa.
2
Sendu bankakvittun á netfangið jondan@d10.is.
3
Sendu tölvupóst á sama netfang og gefðu upp nafn og heimilisfang til að hægt sé að senda þér bókina. Skrifaðu "Sá sem flýr undan dýri" í efnislínuna.
Bókin fer í póst daginn eftir að þú pantar. Hún er send sem bréf og þú færð hana því inn um bréfalúguna. Hvenær bókin berst fer eftir landshlutum og dreifingartíðni Íslandspósts.

Bókin fæst aðeins í allra bestu bókabúðum

Höfuðborgarsvæðið
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi, Reykjavík
Forlagið, Fiskislóð, Reykjavík.
Fáein eintök gætu enn verið til í einhverjum verslunum hjá Pennanum/Eymundsson

Vesturland
Bókaverzlun Breiðafjarðar, Stykkishólmi

Vestfirðir
Bókaverzlun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík

Norðurland
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga

Austurland
Tónspil, Neskaupstað

Suðurland
Bókakaffið, Selfossi

Hvað segja lesendur

  • Ég var að ljúka við stórmerkilega bók Jóns Daníelssonar um hin svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmál. Hryllingslestur um ómannúðlegt kerfi, sem braut niður og eyðilagði líf nokkurra ungmenna. Grimm er sú vansæmd og sá dimmi skuggi sem þessi mál leiddu yfir mannlíf á Íslandi.

    Hrafn Jökulsson
  • Bókin er hreint út sagt frábær og það er greinilegt miðað við veðurfar, ef ekki væri annað, að bæði málin, Guðmundar og Geirfinns, eru byggð á órum og gefa meira en sterklega í [skyn] lögbrot rannsakenda.

    Þorsteinn Úlfar Björnsson
  • Mig setti hljóðan eftir lesturinn. Einhver mikilvægasta bók síðari ára, að mínu viti, ásamt skýrslu RNA um bankahrunið.

    Hjörtur Hjartarson
  • Seinni hlutinn er mjög vel ígrundaður og aðdáunarvert hve vel höfundur hefur unnið undirbúningsvinnu sína.

    Ingunn Sigmarsdóttir
  • Mjög fín bók, efnið makalaust, en vel fram satt. Hefði verið ánægjulegur lestur ef ekki væri fyrir hversu galið og vitlaust allt málið er.

    G. Pétur Matthíasson
  • Ég er enn í hálfgerðu sjokki eftir að hafa lesið bók Jóns Danielssonar um Guðmundar og Geirfinnsmálin. Svo augljóst virðist að saklaust fólk var dæmt og vísvitandi réttarmorð framið.

    Hrannar Björn Arnarson
  • Ég verð varla söm eftir lestur bókarinnar. Þetta var miklu verra en ég gat ímyndað mér. Þakka þér Jón Daníelsson.

    Sigrún Haraldsdóttir
  • Bók þessi er skyldulesning sem engum ætti að leiðast. Bæði er hún öll mjög aðgengileg og létt aflestrar þrátt fyrir flókið efni. Og svo hitt að hún er byggð þannig upp að lesandi sem kemst af stað á bágt með að leggja hana frá sér.

    Bjarni Harðarson
  • Þessar línur eru ekki tilraun til að skrifa verðskuldaða gagnrýni um þessa merkilegu bók heldur bara að þakka höfundi velunnið verk og vekja athygli á bókinni sem rifjar skilmerkilega upp þessi sorglegu mál og þá skömm fyrir réttarkerfi þjóðarinnar og ábyrgð sem enn hvílir á okkur öllum.

    Þráinn Bertelsson
  • Vísbendingar eru um að sönnunum um sakleysi hafi skipulega verið sópað undir teppið og ekki verður betur séð en dómarar hafi vísvitandi dæmt saklaust fólk.

    Guðmundur Guðbjarnason
  • Jón Daníelsson á heiður skilinn fyrir þá vinnu sem hann hefur lagt af mörkum við ritun þessarar bókar og ætti að fá verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennskuna sem þarna birtist.

    Ólína Þorvarðardóttir
  • Í bók sinni fer Jón Daníelsson ítarlega ofan í gögn málsins. Hann dregur fram með skýrum hætti að öll rannsókn þess var hreint rugl frá upphafi til enda. Hvarvetna vísar hann í heimildir máli sínu til stuðnings.

    Halldór Árnason